Rakvélar

Hvaða rakvél hentar mér?

Flestar rakvélarnar okkar eru frá þýska framleiðandanum Mühle. Algengustu hausarnir eða kambarnir frá þeim eru annars vegar lokaður haus, sem gengur undir nafninu R89, og hins vegar opinn (eða tenntur) haus, kallaður R41. Handföngin eru mun fjölbreyttari og þar skiptir mestu máli hvað fer vel í þinni hendi og hvað þér þykir fallegt.

Við mælum alltaf með lokuðum haus/kamb (R89) fyrir þá sem hafa ekki rakað sig áður en þessi haus hentar einnig flestum alla tíð. Þessi haus fylgir langflestum raksettunum frá Mühle. Hausarnir fást stakir og því hægt að kaupa stakan R41 og setja á vel flest raksettin.

Við erum einlægir aðdáendur þessara rakvéla enda eru þær gæðavara auk þess að vera umhverfisvænni og ódýrari til lengri tíma litið en fjölblaða rakvélar. Blöðin í rakvélar eins og þessar hafa verið stöðluð í áratugi og því er hægt að prófa sig áfram með mismunandi blöð og finna hvað hentar þér best. Algengt verð á 10 blaða pakka er um 1.000 kr.

Hér má sjá allar vörur með R89 og hér með R41.

Að auki erum við með nokkur eintök af Merkur vélum í verslun okkar í Hamraborg 9 sem og rakhnífa ásamt því sem þeim fylgir.

 

Leit