Vefkökur og persónuverndarstefna

Vefkökur og persónuverndarstefna

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að gera upplifun notenda af vefsíðunni sem besta. Kökurnar má flokka í eftirfarandi fjóra flokka: Nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar og þær er varðar markaðssetningu.

Hvað eru vafrakökur?

Vafrakökur/vefkökur eru litlar, gjarnan dulkóðaðar, textaskrár sem geymdar eru í vafranum þínum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, til að mynda til að bæta virkni vefsíðna, til greiningar á notkun vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga.Textaskrárnar eru geymdar í vafra notanda í tiltekinn tíma og er eytt að þeim tíma liðnum. Hver kaka er bundin við einn tiltekinn vefþjón og aðeins sá vefþjónn getur séð kökuna.

Notendur geta ávallt slökkt á vafrakökum. Slíkt getur þó haft áhrif á virkni vefsíðunnar að hluta eða heild. Upplýsingar um hvernig hægt er að breyta stillingum um vafrakökur eða slökkva á þeim má skoða á www.allaboutcookies.org.

Vefmælingar: Við notum Google Analytic og Facebook Analytics til að greina heimsóknir notenda á nafnlausan hátt sem aðstoðar við greiningu á tilteknum markhópum en ekki einstaklingum.

 

Persónuupplýsingar

Helstu upplýsingar sem við söfnum eru tengiliðaupplýsingar, svo sem nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang í þeim tilgangi að geta afhent þér þær vörur sem þú kaupir af okkur eða hafa samband ef þörf krefur varðandi pöntun þína.

Einnig söfnum við greiðsluupplýsingum, debet- eða kreditkortaupplýsingum þegar þú greiðir fyrir vörur og höldum utan um útgefna reikninga sem nauðsynlegir eru vegna samningssambands okkar og til að uppfylla skyldur um skatta- og bókhaldslög.

Hafir þú skráð þig á póstlista hjá okkur geymum við gögn um netfang og annað sem fram kemur við skráningu.

Við söfnum einnig og geymum upplýsingar sem verða til við skráningu í þjónustu hjá okkur. Við nýtum kerfi noona.is (timatal.is) og eru þessar upplýsingar vistaðar hjá þeim. Þær upplýsingar sem nauðsynlegt er að skrá eru nafn og símanúmer. Sértu með árskort skráum við einnig og geymum kennitölu, heimilsfang og netfang ef þú hefur látið okkur þær upplýsingar í té.

Þegar þú ferð inn á vefsíður okkar (herramenn.is og netverslun.herramenn.is) söfnum við sjálfkrafa upplýsingum á borð við IP-tölu, stillingar notanda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notenda auk upplýsinga um kaup á vörum og þjónustu.

Leit