Rakbursti - Traditional - Tortoiseshell - Silvertip fiber hár

  • Traditional lína Mühle er gullfalleg og löngu orðin klassísk. Hér er hún í tortoiseshell mynstri úr high-grade resin.

    Tortoiseshell nafnið er vísun í þá litaflóru sem finna má á sumum skjaldbökum en skel þeirra var nokkuð algengur efniviður í rakbursta á árum áður. Þessi litur er því eins konar óður til fyrstu rakburstanna án þess að til þess séu notaðar skjaldbökur.

    Hárin:
    Hárin eru fínustu Silvertip Fiber hár, þróuð af Mühle, og flestir eru sammála um að séu ekki síðri fínustu greifingjahárunum.

    Hárin eru einstaklega mjúk í endann en með mikinn styrkleika fyrir miðju háranna. Það skilar sér í mjúkri tilfinningu við húð þegar froðan er borin á, án þess að missa niður stífleikann sem gott er að hafa þegar verið er að vinna upp froðuna.

    Kostur Silvertip Fiber háranna felst ekki síst í því að þau þorna fyrr en greifingjahár og eru því ekki jafn viðkvæm.


Leit