Raksett - Traditional - Rose Gold - Silvertip Fiber hár

  • Rósagyllt raksettið frá Mühle í Traditional línunni er gullfallegt og klassískt. Fagurt munstrið í króminu gerir það einnig að verkum að rakvélin og burstinn fara ákaflega vel í hendi.

    Þetta sett inniheldur rakvél með lokuðum haus og rakbursta með Silvertip Fiber hárum, auk statífs.

    Rakvélin:
    Mühle R89 rakvélarnar eru frábærar fyrir þá sem raka sig reglulega. Ekki bara hvað varðar gæði rakstursins heldur einnig kostnaðinn sem fylgir reglulegum rakstri. R89 rakvélin hentar flestum vel þar sem auðvelt er að ná þéttum rakstri með henni en ekki þarf mikla æfingu til að ná góðri lagni á rakstrinum.

    Hárin:
    Hárin eru fínustu Silvertip Fiber hár, þróuð af Mühle, og flestir eru sammála um að séu ekki síðri fínustu greifingjahárunum. Hárin eru einstaklega mjúk í endann en með mikinn styrkleika fyrir miðju háranna. Það skilar sér í mjúkri tilfinningu við húð þegar froðan er borin á, án þess að missa niður stífleikann sem gott er að hafa þegar verið er að vinna upp froðuna.

    Kostur Silvertip Fiber háranna er ekki síst í því að þau þorna fyrr en greifingjahár og eru því ekki jafn viðkvæm.

Leit