Um tímabókanir

SAMDÆGURS TÍMABÓKANIR

Við notum tímabókunarkerfi Noona sem er bæði aðgengilegt á netinu og í appi. Ef þú sækir appið getur þú séð þína bókun og fengið áminningu klukkutíma áður en þú átt að mæta. Engar aðrar áminningar koma frá okkur. Þér er að sjálfsögðu velkomið að hringja í okkur eins og alltaf.

Við opnum fyrir tímabókanir tvo daga fram í tímann en fyrstu tímar hvers dags verða áfram fyrir þá sem mæta til okkar við opnun. Á bókunarsíðunni sérð þú hvaða tímar eru lausir eftir að þú hefur valið hvaða þjónustu og rakara þú vilt bóka.

Við mælum með að þið sækið Noona appið þar sem þið getið séð bókunina en SMS áminning kemur degi fyrir tíma ef bókað er fram í tímann.

Við áskiljum okkur rétt til að færa bókanir til um korter svo það myndist ekki óþarfa dauðir tímar yfir daginn.

Get ég mætt og farið beint í stólinn án þess að bóka tíma?

Við eigum alltaf nokkra lausa tíma þegar við opnum og því allar líkur á að þú komist í stólinn þá. Á öðrum tímum dags er einhver möguleiki á að rakari losni fljótlega en það er mikill dagamunur á því. Ef þú átt leið hjá sakar ekki að tékka en annars mælum við frekar með því að kíkja á bókunarsíðuna eða heyra í okkur.

Af hverju ekki biðröð?

Þeir sem þekkja til vita að hjá okkur var lengi vel hægt að koma beint inn af götunni og komast nokkuð fljótt í stólinn. Þó kom að því að biðin var orðin nokkurra klukkutíma löng og því var nauðsynlegt að breyta til. Við finnum að flestir viðskiptavinir okkar vilja geta fastákveðið tíma en þó ekki of langt fram í tímann og því teljum við þetta góða lausn.

Leit