Proraso - Gjafakassi fyrir skeggið - Wood & Spice

Fallegur gjafakassi frá Proraso sem er fullkominn fyrir smákökur komandi ára eftir að hann hefur gegnt núverandi hlutverki sínu.

Kassinn inniheldur þrjár vörur með Wood & Spice ilminum sem er viðarkenndur með krydduðum undirtónum.

Skeggsápa: 
Mild og góð sápa fyrir skegg og húð. Mýkir og hreinsar skeggið. Freyðir lítið.

Skeggolía:
Olían var þróuð með langt og þykkt skegg í huga, til að halda því mjúku og hafa hemil á því. Virkar þó fyrir allar síddir af skeggi.

Skeggnæring:
Beard Balm hentar best fyrir fyrstu vikuna af skeggvexti. Það dregur úr kláða sem fylgir gjarnan fyrstu broddunum, mýkir skeggið og nærir húðina.


Leit