Rakvél - Edition 3 - Eik og silfur - Rakvél

Í þessu þriðja sérupplagi af raksettum frá Mühle er eik sem hefur legið í nokkrar aldir í loftþéttri mýri og þannig fengið á sig þennan fallega dökka lit. Viðurinn er unninn með því að blanda sterling silfri við hann sem dregur fram gullfallega viðarmynstrið. Að lokum er yfirborðið innsiglað með háglansa sem gerir burstann og sköfuna vatnshelda.

Rakhaus þessarar vélar er R89. Mühle R89 rakvélarnar eru frábærar fyrir þá sem raka sig reglulega. Ekki bara hvað varðar gæði rakstursins heldur einnig kostnaðinn sem fylgir reglulegum rakstri. R89 rakvélin hentar flestum vel þar sem að auðvelt er að ná þéttum rakstri með henni en ekki þarf mikla æfingu til að ná góðri lagni á rakstrinum.

 

Leit