Raksett - Traditional - Black Chrome - Silvertip greifingjahár

  • Traditional lína Mühle er gullfalleg og löngu orðin klassísk. Nýjasta útgáfan er í svörtu sem kemur einstaklega vel út. Fallegt munstrið í króminu gerir það einnig að verkum að rakvélin og burstinn fara ákaflega vel í hendi.

    Þetta sett inniheldur rakvél með lokuðum haus og rakbursta með Silvertip greifingjahárum, auk statífs.

    Rakvélin:
    Mühle R89 rakvélarnar eru frábærar fyrir þá sem raka sig reglulega. Ekki bara hvað varðar gæði rakstursins heldur einnig kostnaðinn sem fylgir reglulegum rakstri. R89 rakvélin hentar flestum vel þar sem auðvelt er að ná þéttum rakstri með henni en ekki þarf mikla æfingu til að ná góðri lagni á rakstrinum.

    Hárin:
    Silvertip badger hárin eru fínustu hárin af greifingjum, sérvalin í hárknippin, sem eru handunnin. Þetta dýrmæta náttúrulega efni er einkar mjúkt og sveigjanlegt.

Leit