Innskrá Leit

Raksett - Edition - Meissen postulín - Silvertip fiber hár

Gullfallegt handmálað raksett frá Mühle. Handföngin eru úr Meissen postulíni sem á er handmálaður hinn frægi Ming dreki, tákn karlmannlegs styrkleika. 

Hárin í burstanum eru Silvertip fiber sem eru ein vönduðustu hárin auk þess að vera mjög endingargóð. Hárknippið er þéttara en í flestum öðrum burstum og því einn veglegasti burstinn sem hægt er að fá.

Meissen fyrirtækið er elsti postulínsframleiðandi í Evrópu, stofnað árið 1710 af August II, hinum sterka. Á þessum tíma voru Evrópubúar fullir aðdáunar á hinu viðkvæma og vel skreytta kínverska postulíni en kunnu ekki sjálfir að framleiða það. August réði til sín ungan efnafræðing ásamt fleirum og eftir sex ára tilraunir tókst þeim að búa til postulín. Fljótlega tók August upp tveggja sverða tákn sem einkenni framleiðslunnar og hefur það verið tákn fyrirtækisins síðan.

Hver munur er unninn á staðnum, allt frá mótun efnis yfir í málninguna sem notuð er til skrauts.

Viltu þinn einstaka sett?

Þar sem hver og einn munur er handmálaður er hægt að fá tveggja stafa áletrun á rakvélina og bursta. Áletrunin er máluð á líkt og drekinn og því næst brennd inn í postulínið. Hægt er að velja um platinum eða svartan lit. Eins og gefur að skilja er þetta sérpöntun. Vinsamlega hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Hægt er að sérpanta sett með Silvertip greifingjahárum og eins er hægt að fá stakan bursta eða staka vél.

Leit