Safety Razor - Companion - Rakvél fyrir andlit og líkama

Companion rakvélin frá Mühle markar tímamót hjá þeim enda fyrsta rakvélin sem er sérstaklega hugsuð fyrir konur jafnt sem karla og til að raka fleiri líkamsparta en bara skegg. 

Companion er með mildari haus en aðrar rakvélar sem þýðir að líkur á að skera sig minnka enn frekar svo hún hentar vel þeim sem hafa viljað prófa að raka sig en ekki þorað. Við bendum þó á að þar sem hausinn er mjög lokaður þarf að skola hár og sápu mjög reglulega til að koma í veg fyrir að hún stíflist því það gerir raksturinn verri.

Handfangið er með riffluðu munstri sem gefur enn betra grip. Auk þess er það lengra en á öðrum vélum frá Mühle svo rakstur fótleggja og annarra líkamsparta verður mun þægilegri en áður.

Hægt er að hengja vélina upp með bómullarbandinu sem er einnig hægt að skipta út ef þörf krefur. 

Líkt og aðrar rakvélar frá Mühle er hún gerð fyrir stöðluðu og klassísku rakvélablöðin úr stáli. Í sumum pakkningum er hægt að setja notuð rakvélablöð aftur í pakkann í sérhólf en einnig getur verið gott að eiga blaða bauk.

Tengdar vörur:
Blaða baukur
Statíf fyrir rakvél

Rakburstar

Leit