Safety Razor - Merkur 39C - Rakvél

Rakvél frá Merkur með lokuðum og snúnum haus. 

Sérstaklega hugsuð fyrir hart og þykkt skegg. 

Handfangið, sem er hannað með rakarasúluna í huga, er rifflað og fellur vel í hendi.

Hvað gerir snúningurinn/hallinn á hausnum?

Á flestum rakvélum liggur rakvélablaðið hornrétt á handfanginu en í þessari vél er halli á hausnum eins og sjá má á myndunum. Þetta gerir það að verkum að blaðið verður stífara og opnara og á því auðveldara með að ná í gegnum stíft og þykkt hár.

Góð vél fyrir þá sem hafa reynslu af því að raka sig og eru með mikið og stíft skegg. Það er ekki að ástæðulausu að hún hefur fengið viðurnefið "Sledgehammer" eða Sleggjan meðal aðdáenda. 

Lengd: 10.2 cm

Einnig er hægt að fá rakvél með sama haus en með styttra handfangi.

Leit