Rakbursti - Traditional - Tortoiseshell - Silvertip greifingjahár

  • Traditional lína Mühle er gullfalleg og löngu orðin klassísk. Hér er hún í tortoiseshell mynstri úr high-grade resin.

    Tortoiseshell nafnið er vísun í þá litaflóru sem finna má á sumum skjaldbökum en skel þeirra var nokkuð algengur efniviður í rakbursta á árum áður. Þessi litur er því eins konar óður til fyrstu rakburstanna án þess að til þess séu notaðar skjaldbökur.

    Hárin:
    Silvertip badger hárin eru fínustu hárin af greifingjum, sérvalin í hárknippin, sem eru handunnin. Þetta dýrmæta náttúrulega efni er einkar mjúkt og sveigjanlegt.

    Hárin búa yfir þeim eiginleika að draga í sig mikið vatn og því verður auðveldara að ná upp góðri og þéttri froðu úr sápunni.

    Keilulaga form burstans er handgert og myndast þegar hárin eru bundin saman. Með þessari aðferð helst mýkt háranna því það þarf ekki að klippa þau til.


Leit