Beard Shaper - Woodland - Skeggnæring

  • Í þessari vöru sameinast eiginleikar skeggolíu og mótunarefnis sem hentar einkar vel til daglegrar umhirðu skeggsins þegar ekki gefst tími fyrir bæði olíu og mótunarefni. Gefur skegginu raka líkt og olían en einnig náttúrulegt hald sem viðheldur formi skeggins út daginn.

    Þegar menn dekra við skeggið getur einnig verið gott að nota þetta efni með olíunni og/eða balmi og þá eftir að hin efnin hafa verið borin í skeggið til að ná meira haldi í skeggið og gljáa.

    50ml.

    Woodland ilmar af greni og kryddjurtum með dýpri tónum af sítrusvið, amyris og sandalvið.

    Notkun:
    Pumpið litlu magni á fingurgómana og nuddið því milli fingranna þar til efnið er orðið auðvelt í meðhöndlun. Berið í skeggið og mótið með bursta, greiðu eða höndum.

    Það er auðvelt að ná efninu úr með volgu vatni og sápu.

    Illustrated seal with text 'Small Batch'Illustrated seal with text 'Made in Gothenburg'Illustrated seal with text 'Natural Ingredients'

Leit