Beard Brew & Shaper - Citrus - Skeggolía og næring

  • Skeggolía (stærri gerðin) og skeggmótunarefni saman í kassa.

    Sítrus ilmur.

    Skeggolían er framleidd úr náttúrulegum efnum sem bæði mýkja og næra skeggið og húðina.

    60ml.

    Olían gerir það auðveldara að greiða skeggið og dregur úr kláða og þurrki í húðinni undir skegginu. Hún gerir skeggið einnig frísklegra í útliti. Citrus ilmurinn einkennist helst af límónu, bergamó og greipaldini.

    Shaper

    Hentar vel í daglega mótun skeggsins og þegar það er notað með olíunni veitir það meira hald og gljáa.

    Þegar menn dekra við skeggið getur einnig verið gott að nota þetta efni með olíunni og/eða balmi og þá eftir að hin efnin hafa verið borin í skeggið til að ná meira haldi í skeggið og gljáa.

    50ml.

    Notkun:

    Pumpið litlu magni á fingurgómana og nuddið því milli fingranna þar til efnið er orðið auðvelt í meðhöndlun. Berið í skeggið og mótið með bursta, greiðu eða höndum.

    Það er auðvelt að ná efninu úr með volgu vatni og sápu.

    Illustrated seal with text 'Small Batch'Illustrated seal with text 'Made in Gothenburg'Illustrated seal with text 'Natural Ingredients'

Leit