Companion - Rakvél fyrir alla

Við höfum beðið spennt eftir þessari rakvél og loksins er hún komin!

Þessi nýja rakvél frá Mühle var þróuð með það í huga að hún hentaði öllum kynjum og flestum líkamspörtum. 

Companion er með mildari haus en aðrar rakvélar sem þýðir að maður finnur lítið sem ekkert fyrir rakvélarblaðinu svo hún hentar vel þeim sem hafa viljað prófa að raka sig en ekki þorað. 

 

Handfangið er með riffluðu munstri sem gefur enn betra grip. Auk þess er það lengra en á öðrum vélum frá Mühle svo rakstur fótleggja og annarra líkamsparta verður mun þægilegri en áður.

Hægt er að hengja vélina upp með bómullarbandinu sem er hægt að skipta út ef þörf krefur. 

Companion rakvélin frá Mühle markar tímamót hjá þeim enda fyrsta rakvélin sem er sérstaklega hugsuð fyrir konur jafnt sem karla og til að raka fleiri líkamsparta en bara skegg. 

Skoða í netverslun

Leit