Edition 3 - Silvertip fiber hár

Í þessu þriðja sérupplagi af raksettum frá Mühle er eik sem hefur legið í nokkrar aldir í loftþéttri mýri og þannig fengið á sig þennan fallega dökka lit. Viðurinn er unninn með því að blanda sterling silfri við hann sem dregur fram gullfallega viðarmynstrið. Að lokum er yfirborðið innsiglað með háglansa sem gerir burstann og sköfuna vatnshelda.

Hárin eru fínustu Silvertip Fiber hár, þróuð af Mühle, og flestir eru sammála um að séu ekki síðri fínustu greifingjahárunum. Hárin eru einstaklega mjúk í endann en með mikinn styrkleika fyrir miðju háranna. Það skilar sér í mjúkri tilfinningu við húð þegar froðan er borin á, án þess að missa niður stífleikann sem gott er að hafa þegar verið er að vinna upp froðuna. 
Kostur Silvertip Fiber háranna er ekki síst í því að þau þorna fyrr en greifingjahár og eru því ekki jafn viðkvæm.

í stórum bursta (23mm í ummál). 

Inniheldur bursta, sköfu fyrir Gilette haus og stand fyrir sköfuna. 

Nú er einnig loksins hægt að fá hefðbundna rakvél í þessu sett en það þarf að sérpant. Endilega hafið samband í síma 564-1923 eða á netverslun@herramenn.is.

 Fæst einnig með Silvertip greifingjahárum.

Sjá alla bursta með Silvertip fiber hárum.

Leit