Síðustu öruggu sendingartímar

Við komum sendingum í Pósinn og Dropp eins fljótt og við getum þessa síðustu daga fyrir jól. 

Hægt er að sækja pantanir í Hamraborg 9 22. desember til allavega 19:00, mögulega lengur og á Þorláksmessu til 16:00.

Almennt ættu pantanir sem berast fyrir 22. desember að komast til skila fyrir jól og jafnvel snemma á Þorláksmessu! Því fyrr því betra en við gerum okkar besta til að koma öllu til skila! 

Pósturinn:

Síðustu dagar til að póstleggja sendingar fyrir jól eru:

  • 23. desember innan höfuðborgarsvæðisins, Akraness, Borgarness, Keflavíkur og Selfoss fyrir hádegi
  • 23. desember frá höfuðborgarsvæðinu út á land fyrir hádegi*

    * Að undanskildum Bíldudal, Patreksfirði, Tálknafirði og Demantshringnum en síðasti dagur til að póstleggja þangað frá höfuðborgarsvæðinu er 22. desember.

Dropp

Höfuðborgarsvæðið og Suðvesturhornið

23. desember - Fyrir hádegi

Aðrir staðir

22. desember