Mühle - Rakbursti - KOSMO - Viður - Fín greifingjahár

Stakur bursti úr KOSMO línu Mühle en þau sett hafa verið með þeim vinsælustu hjá okkur vegna þess hversu stílhrein þau eru og prýða hvaða baðherbergi sem er. 

Viður ólífutrésins hefur verið notaður um aldir enda bæði fallegur viður og endingargóður. Viðurinn er gjarnan nokkuð dýrari en aðrar viðartegundir bæði vegna þéttleika síns en ekki síður vegna þess hve fá tré eru felld því flest eru notuð í ræktun ólífa. 

Viðurinn fær að þorna í nokkra mánuði áður en handföng rakburstans eru unnin úr honum. Hann er því næst slípaður niður og fægður sem dregur vel fram mynstur viðarins.

Fín greifingjahár nálgast gæði silvertip greifingjahárin. Hárin eru nokkuð grófari en henta þeim einstaklega vel sem vilja mýkt greifingjaháranna en einnig að finna styrk háranna þegar sápunni er nuddað í andlitið. Ef á þarf að halda eru þessi hárknippi klippt til sem getur dregið úr mýkt þeirra.

 

Leit